Skip to main content
Uncategorized

Hvernig skorar þú á tilfinningagreindarprófi?

By febrúar 27, 2016apríl 18th, 2019No Comments

mismunur á tilfinningumÞað virðist vera þannig að þeir sem eru með háa tilfinningagreind deili með sér svipuðum einkennum í persónuleika sínum og framkomu og þeim gengur yfirleitt miklu betur að fóta sig í lífinu en þeim sem skortir þar á.

En eftirfarandi atriði eru þau atriði sem virðast einkenna þá samkvæmt þeim greinum og könnunum sem ég hef kynnt mér og lesið.

Þeir sem eru með háa tilfinningagreind skilja vel hvaða tilfinning er í gangi hjá þeim hverju sinni og eiga auðvelt með að tjá sig og aðgreina hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa.  Þeir segja ekki að þeim líði illa eða vel,  heldur segja ég er kvíðinn, sorgmæddur, dapur, ráðvilltur, glaður, hamingjusamur, angurvær eða hvaða aðra tilfinningu sem þeir eru að upplifa hverju sinni.

Þeir þekkja styrkleika sína og veikleika og vita hvernig þeir geta notfært sér styrkleikana og láta ekki veikleikana stoppa sig frá því að ná árangri.

Þeir eru góðir mannþekkjarar og eiga afar auðvelt með mannleg samskipti. Þeir lesa vel í aðstæður og eiga auðvelt með að lesa í aðstæður annarra og tengjast þeim. Með tímanum verða þeir afar góðir mannþekkjarar og sjá í gegnum mannlegt eðli og hegðun þó að reynt sé að dylja hana frá þeim.

Þeir eru forvitnir um aðra og þessi forvitni er sprottin af samhug þeirra sem er eitt aðaleinkenni þeirra sem hafa háa tilfinningagreind.

Þeir umfaðma breytingar en standa ekki gegn þeim. Þeir eru sveigjanlegir og aðlagast vel. Þeir hræðast ekki að fara út fyrir kassann og vita að þar fyrir utan leynast yfirleitt spennandi og gefandi áskoranir.

Þeir móðgast ekki auðveldlega og eru opnir fyrir sanngjarnri gagnrýni og taka vel í húmor sem beinist að þeim svo lengi sem hann er ekki illkvittinn.

Þeir hafa góða stjórn á sjálfum sér og hegða sér sjaldan á hvatvísan hátt.

Þeir eiga auðvelt með að segja nei þegar þeir meina nei og já þegar þeim langar til þess. Þeir nota afar sjaldan orð eins og “ég held” eða “ég er ekki viss” “ég skal reyna” og “ég veit ekki” Þeir meina það sem þeir segja og segja það sem þeir meina og standa við orð sín og samninga.

Þeir fyrirgefa sér mistökin sem þeir gera en gleyma þeim ekki heldur. Og þegar þeim mistekst sparka þeir ekki í sig, heldur standa upp aftur og gera bara betur næst.

Þeir hafa unun af því að gefa af sjálfum sér, tíma sínum og fjármunum en ætlast ekki til þess að fá það endurgoldið með nokkrum hætti. Þeir hugsa um aðra og hafa unun af því að mynda góð og falleg vinasambönd .

Þeir halda ekki í móðganir og reiði en forðast átök og streituvaldandi aðstæður.

Þeir forðast að umgangast neikvætt og niðurdrepandi fólk og taka yfirleitt ekki þátt í niðurrífandi umræðum. En ef þeir komast ekki hjá þannig umræðum reyna þeir þó alltaf að ná virðingaverðum málamiðlunum en láta það ekki eyðileggja daginn fyrir sér ef það mistekst.

Þeir eru ekki með fullkomnunaráráttu því að þeir vita að það er ekkert til sem heitir fullkomið hjá okkur mönnunum. Þannig losna þeir við hræðsluna sem fylgir því að reyna að vera og gera allt fullkomlega og lömunina sem fylgir í kjölfarið þegar ekki tekst fullkomlega til.

Þeir eru þakklátir fyrir það sem þeir hafa og það sem lífið gefur þeim og þeir kunna að meta litlu hlutina. Með því að þakka minnka þeir streituhormónaframleiðslu og auka þannig hamingjustuðul sinn og gleði .

Þeir taka sér góðar pásur og aftengja sig öllu daglegu stressi og verkefnum. Þeir hugleiða og kunna að slaka á með ýmsu móti. Gönguferðir úti í náttúrinni og aðrar aftengjandi leiðir nota þeir sér einnig.

Þeir takmarka kaffineyslu og passa uppá að fá nægan svefn. Þeir stöðva neikvætt sjálfstal í byrjun og koma sér inn í gír jákvæðninnar þess í stað. Þeir leyfa engum að eyðileggja fyrir sér ánægju lífsins og þeim líður vel með það hverjir þeir eru, virða sjálfa sig og tilfinningar sínar.

Þetta eru aðal einkenni þeirra tilfinningagreindu svo nú er bara að skoða hjá okkur sjálfum hvernig við erum stödd og leita leiða til að auka tilfinningagreindina ef þess er þörf.

Hér er próf sem ég rakst á hér á veraldarvefnum

http://www.ihhp.com/free-eq-quiz/

 

Linda Baldvinsdóttir – Markþjálfi -linda@manngildi.iscropped-12041892_10207002494913358_1964859750_n.jpg

 

Pin It on Pinterest

Share This