Veistu Það eru til vampírur í dag, meira að segja undirförlar ofbeldisfullar vampírur sem sjúga allt það góða sem við höfum að gefa og þær skilja okkur síðan eftir með brostnar vonir, svikin loforð, hjartasár og laskaða áfallatengda sjálfsmynd og færa sig án samvisku yfir að næsta fórnarlambi sem eins fer fyrir.
Þetta er ekki endilega fólkið sem þú sérð smánað í fjölmiðlum því að þeir skilja eftir fá sönnunargögn um ofbeldi sitt. Þeir leynast í myrkri inni á heimilum sínum, vinnustöðum, skólum, sjúkrahúsum og í raun allstaðar, sama hvaða stétt eða stöðu þeir gegna og þeir eru af báðum kynjum (eða öllum).
Þessar vampírur hafa það að áhugamáli að beita andlegri kúgun, niðurlægingu, lygum og öðrum skemmtilegheitum til að ná því sem þeir þurfa frá fórnarlambinu en þeim er ekki treystandi til að bera ábyrgð eða að standa við orð sín og skuldbindingar. Þeim leiðist það óskaplega þegar ætlast er til af þeim að þeir séu fullorðnir ábyrgir einstaklingar og kæra sig lítt um að vera sett mörk sama á hvaða sviði það er.
Þeir eru framhjáhaldsseggir (bæði kyn),framapotarar og tækifærissinnar sem taka allt sem þeir þurfa að fá frá fórnarlambinu áður en þeir hverfa á brott til þess næsta.
Þeir eru blekkingameistarar og ná sínu fram með sjarma sem er eins vel útfærður og vel skrifað handrit og þetta sama handrit er endurtekið við hvert og eitt fórnarlamb til að ná taki á þeim af stakri snilld.
Vampírunum er sama um tilfinningar annarra og líf ef þeir bara fá það sem þeir vilja fá. Þeir eru tilfinningamelludólgar í byrjun kynna og nota gjarnan upphafningu á fórnarlambinu sem fyrstu beitunni en að lokum er fórnarlambið skilið eftir lífvana með laskaða sjálfmynd í óraunverulegri tilveru sem þeim er sagt að sé raunveruleikinn, Þar er fórnarlambið sá sem er vampíran og vampíran fórnarlambið, og þar sem svo oft er búið að segja fórnarlambinu að raunveruleiki þeirra sé ekki sannur fer fórnarlambið jafnvel að trúa því að það sé vampíran.
Vampírurnar eru venjulega fluggáfaðar en óþroskaðar tilfinningalega og ná stjórn á þegnum sínum með sálfræðilegum klækjum sem jafnvel Pútín og Hitler yrðu ánægðir með í pyntingaklefum sínum.
Áföllin sem þeir skilja eftir sig eru jafnvel oft það slæm að erfitt getur reynst að vinna úr þeim nema með mikilli aðstoð.
Vinsælar pyntingaraðferðir vampíranna eru útilokun, hunsun og niðurlæging (jafnvel opinberleg) reiðiköst, útásetningar, hótanir,gaslýsingar,sköpun á traumaböndum og jafnvel kynferðisleg kúgun.(þar sem það á við)
Það er erfitt fyrir fólk að koma sér í burtu frá vampírunum sem venjulega eru búnar að ná stjórn á fórnarlambi sínu og halda því í heljargreipum ýmiskonar og ef um parasamband er að ræða þá er erfitt fyrir makann að koma sér í burtu vegna þess að áfallið og nauðgunin á tilfinningunum er orðin of mikil og fórnarlambið lamað af þreytu og heilaþoku, ófært um í raun að taka svo ákveðna afstöðu. Að lifa við ýmist aðdáun og upphafningu og hinsvegar það að þú þú það ógeðslegasta sem hefur fæðst hér á jörðu gerir hvern mann sturlaðan að lokum og það er líklega tilgangur vampíranna frá upphafi ofbeldisins.
Þetta eru mennirnir og konurnar sem ég tel vera nánast þær hættulegustu skepnur sem við getum komist tæri við, en engin mee too herferð er í gangi gagnvart þeim því að þær kunna að leynast í myrkrinu.
Vampírurnar eru af báðum kynjum en nota þó mismunandi aðferðir við blóðtökuna.
Þegar upp kemst um blekkingarmeistarana verða þeir yfirleitt mjög reiðir og pirraðir út í þann sem fann út raunveruleikann um þá, því að þeir eru ósnertanlegir snillingar í eigin huga og þú ert ómerkilegur þegn þeirra. Og hvað hefur þrællinn að gera upp á dekk og sjá í gegnum þessa viðkvæmu brothættu tilbúnu eða fölsku sjálfsmynd þeirra!.
Falska barnalega upphafna sjálfsmyndin er byggð á þeirra óþroska og upphafningu og særðu stolti þess einstaka sem á tilkall til alls þess sem hann vill en innst inni er þó vitund um óþolandi ófullkomleikann og því leita þeir í upphafningu og metorð, titla og viðurkenningar til að bæta sér upp ómótaðan barnalegan persónuleikann. Eins leita þeir að fórnarlömbum sem eiga fallegt hjarta og skína skært í heiminum og stundum eru þessi fallegu hjörtu á viðkvæmum stað í lífi sínu og taka betur á móti sjarmanum sem þeim er færður á silfurbakka. Vampírurnar þurfa ljós og hjarta annarra ásamt velgengni þeirra,stöðu og stétt vegna þess að í þeim er myrkrið allsráðandi og þeir þrá ekkert heitar en að eiga þetta ljós og það líf sem þú hefur skapað þér í heilindum, en þeir vita að þeir eignast það ekki og því vilja þeir slökkva ljósið og særa hjartað þitt. Döpur örlög það.
Eftir áföllin sem skapast af völdum vampíranna verður aldrei aftur snúið til baka í gamla lífið því að sá sem verður fyrir þeim og lifir það af verður að nýrri manneskju sem er reynslunni ríkari, varkárari og hugsar sig um áður en hún gefur af sér með sömu gleði og hún gerði áður sem er gott að mörgu leiti, því að það að treysta um of getur farið illa með það líf sem við viljum skapa (traust á að vera áunnið)
En hinsvegar eftir að hafa lifað af árásir vampíranna er hægt að hefjast handa og skapa smátt og smátt líf sem sýnir sterka og þá þroskaðu reynslumiklu veru sem skín í veröldinni sem aldrei fyrr og gefur af sér allt það fallega sem einungis er á færi þeirra sem hafa farið til heljar og til baka.
Kærleikurinn er nefnilega alltaf svartur eða hvítur – en ekki grár.
Ástin er alltaf það sem gefur af sér virðingaverðar kærleiksríkar athafnir og skilning á því að traust er áunnið en ekki gefið.
Ástarsambönd fórnarlambanna eru hinsvegar oft svo brotin að gráa svæðið er orðið að normi og væntingarnar til hins góða í mönnum og lífinu orðnar litlar, og heimurinn þar sem öryggið býr orðinn afar lítill ferkantaður kassi sem gott er að loka sig af í – því að það er of sárt að opna sig gagnvart lífinu og mögulegum vampírum sem kannski leynast í myrkrinu og bíða eftir því að geta heillað sitt næsta fórnarlamb.
Fátt er þó það sem veitir meiri lækningu inn í þessar aðstæður en það að leyfa sér að lifa á eigin forsendum í gleði og hamingju, setja mörk fyrir framkomu annarra og njóta þess að vera sigurvegari yfir aðstæðunum en ekki fórnarlambið sem er hlutverkið sem vampírurnar elska að sjá þig festast í.
Ég hvet okkur öll til þess að vera á varðbergi í umhverfi okkar og þar sem ofbeldi er beitt að vera sá eða sú sem lætur það ekki viðgangast án mótbára, því það eru ekki allar vampírur frægar og ríkar – heldur eru þær allt um kring – munum það.
Og eins og alltaf er ég aðeins einni tímapöntun í burtu frá þér ef þú þarft á aðstoð minni að halda við þín lífsins málefni.
Þar til næst elskurnar
Xoxo
Ykkar Linda