Skip to main content
Uncategorized

Hinar 8 reglur í meðvirkum fjölskyldum !

By mars 12, 2013No Comments

Sá þessar reglur á fésbókinni og fannst rétt að birta þær hér…codependency

Reglur í meðvirkum fjölskyldum:
1.  Það má ekki tala um vandamál.
2. Tilfinningar á að loka á, þær má hvorki tjá né ræða opinskátt og samskipti skulu vera óbein og helst í gegnum þriðja aðila.
3. Best er að vera sterkur, góður, helst óaðfinnanlegur og hafa alltaf rétt fyrir sér.
4. Vertu ekki of upptekinn af sjálfri/sjálfum þér. Sjálfselska er leiðinleg og fólk ætti aldrei að vera of upptekið af sjálfum sér.
5. Leggðu þig fram við að gera fjölskylduna stolta af þér.
6. Undir öllum kringumstæðum skaltu gæta þess að sleppa ekki af þér beislinu- haltu þig bara á mottunni.
7. Gerðu eins og ég segi en ekki eins og ég geri.
8. Vertu ekki með neitt vesen og ruggaðu ekki bátnum, fylgdu bara reglunum hér að ofan.

Pin It on Pinterest

Share This