Sambönd koma og fara og við verðum ástfangin en ástin endist ekki, en þegar við höfum fundið þá persónu sem er hin eina sanna ást þá trúðu mér – þú munt vita það í hjarta þínu og skynja það í sálu þinni.
Það verður til þessi sérstaka tenging eða eining á milli ykkar sem segir ykkur að þið séuð ætluð hvort öðru og þið vitið það eiginlega frá upphafi (Ekki samt rugla þessu samt saman við meðvirka tengingu).
Báðir aðilar í þannig sambandi munu vita og upplifa þessa einstöku tengingu og þeir munu gera sér grein fyrir að það sé fátt sem getur komið upp á milli ást þeirra.
Það eru þó nokkur atriði sem einkenna hina einu sönnu ást að mati þeirra sérfræðinga sem ég hef kynnt mér og ber flestum þeirra saman um að eftirfarand atriði séu merki sem mark er á takandi þannig að ég ætla að koma með nokkur þeirra hér í þessum pistli.
!. Upplifir þú frið, ró og innri hamingju þegar þú ert í nálægð við þína einu sönnu ást? Ef svo er þá eru það sterk merki um að þú hafir fundið hana.
2. Rannsókn sem var gerð í Háskólanum Stony Brook í New York sýnir að raunveruleg ást og einlæg tenging breyti boðefnastarfsemi heilans og að það verði meiri framleiðsla á uppbyggilegum vellíðunarboðefnum – ekki svo slæmar aukaverkanir af ástinni semsagt!
3. Það er einlægni og skuldbinding sem á sér stað í samböndum þar sem þið hafið fundið hina einu sönnu ást og í rannsókn frá Háskólanum í Austin í Texas virðist það vera þannig að meiri tilhneiging sé til þess að nota orðið „við“ í stað „ég“ í sambandinu við hinn eina sanna/sönnu. Aðilar sem telja sig hafa fundið hina einu sönnu ást eru einnig tilbúnir til að gera allt það sem gera þarf til að sambandið geti gengið vel og snurðulaust fyrir sig.